Árið 2018 var annasamt hjá Danshópnum. Æfingar hófust í lok janúar og fyrsta sýning var á Þorrablóti hjá eldri borgurum í Mosfellsbæ 19. febrúar. Alls voru 33 sýningar á árinu, flestar á suðvesturhorni landsins auk sýningar á Vöku þjóðlistahátíð á Akureyri og sýningarferðar til austurstrandar Bandaríkjanna þar sem sýnt var á tveimur stöðum í samvinnu við Íslendingafélög og ræðismenn. Heimkoma úr þeirri ferð var um miðjan maí. Siðasta bókaða sýning ársins var í októberbyrjun. Það er Ásrún Kristánsdóttir sem þjálfar hópinn og formaður er Hafdís Pétursdóttir.
Helstu styrktaraðilar starfseminnar á árinu eru þessir og eru þeim færðar innilegar þakkir fyrir framlag þeirra til varðveislu íslenskrar danshefðar:
Menningarsjóður Borgarbyggðar
Mennta- og menningarmálaráðuneytið
Norfolkborg í Virginíu, USA