Kanada 2016 myndir/photographs

Þann 30. september 2016 lagði Sporið upp í mikla ferð á slóðir Vestur-Íslendinga í Toronto, Calgary og Edmonton í Kanada. Undirbúningur að þeirri tíu daga ferð hófst um ári fyrir brottför og var fyrst leitað ráða hjá Halldóri Árnasyni formanni Þjóðræknisfélags Íslands og Hjálmari W. Hannessyni fyrrv. sendiherra.  Ferðin var síðan undirbúin í samvinnu við formenn og aðra fulltrúa Íslendingafélaganna í viðkomandi borgum, þau Gail Einarson-McCleery í Toronto, Christine Moeller í Calgary og Joedy Englesby í Edmonton. Ennfremur reyndust eftirtaldir hópnum hollvinir með ýmsum hætti: Atli Ásmundsson, Gordon Reykdal, Karólína Söbech, Donna (Thorsteinson) Crozier, Donald E. Gislason, Bernice Andersen og fleiri. Ferðin var m.a. styrkt af utanríkisráðuneytinu og kynningarátakinu Iceland Naturally. Skemmst er frá að segja að ferðin tókst með eindæmum vel og var Sporið með um klukkutíma dagskrá á hverjum stað, alls þrjár sýningar. Sagt var stuttlega frá dönsunum sem sýndir voru og rímur kveðnar inn á milli. Í lok hverrar sýningar var marserað með áhorfendum, að gömlum íslenskum sið. Undirtektir gesta voru einstakar og gestrisni og velvild afkomenda íslensku landnemanna hlýjaði um hartarætur. Hér má sjá ljósmyndir úr ferðinni, teknar af Ágústi Eiríkssyni og Rósu Jennadóttur sem bæði eru félagar í Sporinu.

The group went to Canada on a ten days trip in October 2016.  The main purpose was to perform for Canadians of Icelandic descent who greeted the group with unique hospitality and warmth.  Here are some pictures by Ágúst Eiríksson and Rósa Jennadóttir, both members of Sporið.  We thank Gail Einarson-McCleery, Christine Moeller, Joedy Englesby and Donna (Thorsteinson) Crozier. Also Atli Ásmundsson, Halldór Árnason, Hjálmar W. Hannesson, Gudrun Girgis, Donald E. Gislason, Bernice Andersen, Gordon Reykdal, Karólína Söbech and others – Thank you for unforgettable moments in Toronto, Kinmount, Calgary, Markerville, the Rockies and Edmonton!