Stjórn og söguágrip

Danshópurinn Sporið er hópur sem stofnaður var á Hvanneyri árið 1995 og á sér rætur í enn eldri hópi sem þar starfaði. Megin tilgangur hópsins er að iðka og kynna íslenska þjóðdansa, sem eru hverfandi en engu að síður afar mikilvægur hluti menningararfs landsins. Danshópurinn Sporið hefur lagt sitt af mörkum til miðlunar þessarar hefðar í allmörg ár og hefur á sýningarskrá sinni dansa allt frá vikivökum og Lanciers til dansa sem tíðkuðust í upphafi tuttugustu aldar. Það er Ásrún Kristjánsdóttir danskennari sem þjálfar hópinn. Hann sækir mikið af þekkingu sinni í smiðju Helgu Þórarinsdóttur og Kolfinnu Sigurvinsdóttur sem  þekkingabrunna um forna dansa. Allt starf hópsins er unnið í sjálfboðavinnu félaga. Í hópnum eru ríflega 30 manns og formaður er Hafdís Pétursdóttir. Aðrir í stjórn: Rósa Jennadóttir og Ásrún Kristjánsdóttir. Gjaldkeri er Einar G.G. Pálsson og Guðrún Jónsdóttir hefur annast miðlunarmál fyrir hópinn.

Aðrar upplýsingar:
Netfang: sporid@sporid.is
Facebook: Danshópurinn Sporið
437 0003 (Hafdís Pétursdóttir formaður)
www.sporid.is