Öxar við ána

Öxar við ána

Öxar við ána, árdags í ljóma
Upp rísi þjóðlið og skipist í sveit
Skjótum upp fána, skært lúðrar hljóma
Skundum á Þingvöll og treystum vor heit.

Fram, fram, aldrei að víkja
Fram, fram bæði menn og fljóð.
Tengjumst tryggðaböndum,
tökum saman höndum,
stríðum, vinnum vorri þjóð.

Varinn sé stáli, viljinn og þreytum
Veginn, sem liggur að takmarki beinn
Hælumst í máli, minnst eða skreytum
Mál vort er skýlaust og rétturinn hreinn

Fram, fram, aldrei að víkja
fram, fram bæði menn og fljóð.
Tengjumst tryggðaböndum,
tökum saman höndum,
stríðum ,vinnum vorri þjóð.