Sýningar

Danshópurinn Sporið sýnir íslenska þjóðdansa við ýmis tækifæri. Dansað er í íslenskum upphlut og hátíðarbúningi íslenskra karlmanna og hópurinn hefur á efnisskránni breitt úrval dansa sem iðkaðir hafa verið á Íslandi fram á 20. öld

Sýningar eru á bilinu 20 – 60 mín eftir hentugleikum. Stutt kynning fylgir (eftir óskum: íslenska, enska, þýska, danska) til að áhorfendur njóti sem best. Oftast sýna 4-6 danspör í einu og gjarnan er marserað með áhorfendum í lok sýninga ef aðstæður eru fyrir hendi.

Sporið sýnir við ýmis hátíðleg tækifæri s.s. á þorrablótum, í afmælum, brúðkaupum og á bæjarhátíðum svo nokkuð sé nefnt.  Einnig hefur hópurinn kynnt íslenska danshefð á ferðum sínum erlendis, s.s.sem boðsgestur á alþjóðlegu dansmóti í Þýskalandi í ágúst 2014.  Haustið 2016 var farið á slóðir Íslendinga í Vesturheimi og sýnt í Toronto, Calgary og Edmonton í samvinnu við ræðismenn og Íslendingafélög á viðkomandi stöðum. Var það ógleymanleg ferð og er nánar greint frá henni undir yfirskriftinni myndir hér annars staðar á síðunni. Árið 2018 var lagt í mikla reisu til austurstrandar Bandaríkjanna þar sem sýnt var á tveimur stöðum og í apríl 2019 tók hópurinn þátt í Þjóðdansamóti á Norður-Ítalíu og sýndi einnig í Suður-Frakklandi. Hlé varð á sýningum árið 2020 vegna sóttvarnarráðstafana, en hópurinn tók upp sýningahald að nýju sumarið 2021.

Ljósmynd: Hópurinn á sýningu í skemmtiferðaskipi.