Vefarinn

Vefaradans
Nú vefum við mjúka og dýrindis dúka.
;Vefum mjúka, dýra dúka
rennum skyttunni í skil.;

Nú rekjum við þræði í ró og í næði.
;Rekjum þræði í ró og næði
kljáum vef okkar vel.;

Nú skerpum við skilin og brúum svo bilin.
;Skerpum skilin, brúum bilin
rennum skyttunni í skil.;

Nú vefum við mjúka og dýrindis dúka.
;Vefum mjúka, dýra dúka
rennum skyttunni í skil.;

Og þræðirnir slitna og spólurnar sprikla.
;Þræðir slitna, spólur sprikla
bætum vef okkar vel.;

Nú vef okkar sláum og vígindin fáum.
;Vefinn sláum, vígindin fáum,
rennum skyttunni í skil.;

En hvað er að tarna, hví stendurðu þarna.
;Hvað er að tarna, hví stendurðu þarna
eins og þvara í pott.;  (Þessi vísa er sungin tvisvar)

Og sjáum nú rifinn, svo þrekinn og þrifinn.
;Sjáum rifinn, þrekinn þrifinn,
víst er voð okkar löng.;

Nú reynum við vefinn og styttum svo stefin.
;Reynum vefinn, styttum stefin,
tökum traustlega á.;